Tuesday, December 09, 2008

Unnur Sóldís 5 mánaða

Jæja þá er litla skvísan orðin 5 mánaða!! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt....
Orðin 6 kíló og 62 cm - sem er frekar pent. Enda er hún fíngerð dama - þessi elska.

En hún er orðin svooo mannaleg. Núna getur hún haldið á og "leikið" með dót - og allt fer beina leið uppí munninn - auðvitað :-). Tekur öllu dóti opnum örmum sem maður réttir henni, og finnst allir hlutir svaka spennandi. Og svo slefar hún og slefar og slefar... alltaf með smekk á bringunni svo hún sé ekki blaut í gegn. En engar tennur samt á leiðinni.

Og hún er farin að velta sér - af bakinu á magann !! En ekki öfugt :-). Fer að kvarta þegar hún verður þreytt á maganum - því hún getur ekki velt sér til baka.

Og hún er svakalega brosmild og kát - það þarf ekki annað en að líta á hana þá fær maður þvílíka fallega brosið sem gæti brætt... ísjaka. Hún er mjög róleg, sefur allar nætur, og er yfirleitt bara róleg og glöð. Hún sefur lengi úti í vagni fyrripart dags, stundum sefur hún aftur úti seinni partinn, eða hvílir sig inni. Á kvöldin er hún afturámóti meira vakandi og vill vera "með" :-). Þessi blessaða prjónabók hefði nú aldrei getað orðið að veruleika nema fyrir hvað þessi dama er ofsalega róleg og góð

Já, hún er ótrúlega yndisleg og mikill gleðigjafi, þessi gullmoli okkar....
Æðisleg.





3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég fæ bara illt í magann að horfa á þessa rúsínu, hún er svo sjúklega sæt og brosmild og og og... úff!

Og alltaf í heimaprjónuðu - fíla það! Mig vantar uppskrift að svona ungbarna húfu og trefli (sko til að gefa hehe!!)
E

11:01 am  
Blogger Halldóra said...

Já hún er svo sæt!!
Og alltaf alveg stífklædd í bara heimaprjónuðu - einsog þú sérð með ´húfu inni :-).... nei bara djók.

En þessi húfuuppskrift er í Prjóniprjón - nema hvað! Einföld og skemmtileg. Veldu eitthvað MJÚKT garn og prjóna nr. 3. Gerir svo bara garðaprjónstrefil í stíl....

:-)
HS.

11:05 am  
Anonymous Anonymous said...

já auðvitað! Er bara að spá í pils uppskriftinni sem stendur - alveg að klárast! Er samt eitthvað beyglað... held að ég hafi notað of gróft garn á köflum og þá beyglast það svoldið svona...
En ætla að þvo það og leggja og athuga hvað gerist.
E

12:35 pm  

Post a Comment

<< Home