Í Furuvik...
Við fórum með mömmuhópnum um síðustu helgi til Furuvik . Gistum í safaritjaldi og alles :-). Það var æði..... Þetta myndbrot er tekið við vatnið sem safaritjöldin/kofarnir standa við.
Við fórum með mömmuhópnum um síðustu helgi til Furuvik . Gistum í safaritjaldi og alles :-). Það var æði..... Þetta myndbrot er tekið við vatnið sem safaritjöldin/kofarnir standa við.
Skarphéðinn tók hátíðahöldunum á afmælinu sínu með stóískri ró.... stökk ekki bros á meðan afmælissöngurinn var sunginn, blés örsnöggt á kertin að honum loknum- og hallaði sér svo kúl aftur til baka... :-)
Já mamman átti afmæli í dag, og í tilefni af því fór hún í pikknikk til Sigtuna með börnunum - Freyr var í Norrköping. Skarphéðinn valdi tertuna í tilefni dagsins: Brúðkaupsterta Victoríu og Daníels frá Frödinge :-). Og fullt af jarðaberjum og ýmsu öðru gúmmelaði.
Fjölskyldan fór í skíðaferð, ásamt þeim Sóleyju, Guðjóni og fjölskyldu. Ekki vildi betur til en svo að öll fjölskyldan fékk gubbupestina í skíðafríinu!
Bókinni okkar Erlu sem kom út í nóvember, Prjónaperlur - prjónað frá grasrótinni, hefur verið rosalega vel tekið - sem er svo gaman... :-)
Fyrsti myndbúturinn: Rétt eftir matinn, rétt áður en pakkarnir voru opnaðir, spennan í hámarki...Freysi í sparifötunum (not!) að ganga frá inní eldhúsi, Hrefna að fá sér "ferskt" loft, allir að búa sig undir að vinda sér í lætin....
Já, ég (Halldóra) fór til Íslands í lok nóvember í tilefni útgáfugleði Prjónaperla. Það var ÆÐI......!! Mjöööög ánægjuleg uppskera eftir langa og stranga vinnutörn í bókinni. Útgáfugleðin var haldin í Iðu í Lækjargötu - og það mættu á annað hundrað manns !!! Ég og Erla ætluðum bara að sitja og prjóna og spjalla og hafa það kósí með gestunum - en ónei... maður var einsog reitt hæna að heilsa öllum og árita bækur hægri og vinstri og spjalla við gamla og nýja vini og prjónara. Við Erla vorum alveg steinhissa - en mjög ánægðar, okkur leið einsog svaka kvikmyndastjörnum... :-) Og allir voru svo ánægðir og jákvæðir með bókina sem var svo gaman að heyra.
Jæja, það er ýmislegt að frétta síðan síðast....