Monday, November 16, 2009

Ýmislegt að frétta...

Jæja, það er ýmislegt að frétta síðan síðast....
Unnur Sóldís er byrjuð að vera nokkra tíma á dag á leikskólanum (!), og mamman farin að vinna 50% í háskólanum. Hún er eitthvað svo lítil greyið litla og mömmunni finnst hún varla ná uppúr stígvélunum... soldið erfitt að skilja hana eftir.

Skarphéðinn er byrjaður í Íþróttaskólanum á sunnudögum, og finnst það Ógeðslega skemmtilegt.... allir fengu bol með merki félagsins sem heitir IK (=Idrottsklubben) Frej eða Íþróttafélagið Freyr(!), og honum finnst hann ekkert smá kúl.....

Svo var mamman að klára nýja prjónabók með Erlu frænku; Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni. Hún kemur út í næstu viku og mamman býst við að fara til Íslands til að vera með á útgáfugleðinni 28. Nóv.

Lesið meira um Prjónaperlur hér.






1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

maður sér alveg stoltið og gleðina í andlitinu á Skarpó!

og svo sér maður eiginlega líka hvað US er völt í stígvélunum hehe...

E

11:25 am  

Post a Comment

<< Home