Friday, December 30, 2005
Thursday, December 29, 2005
Sunday, December 25, 2005
Jólin. Og pakkarnir :-)

Jæja, aðfangadagur liðinn og ýmislegt skemmtilegt kom í ljós úr pökkunum. Skarphéðinn var reyndar veikur - með ælupest, og gubbandi allan aðfangadag !!! Var voða slappur og ræfilslegur greyið, en lét sig þó hafa það að opna pakkana sína.... :-)
Á myndinni er uppáhalds jólagjöfin, rugguelgurinn fra mömmu og pabba.
Hér eru fleiri myndir frá jólunum.
Saturday, December 24, 2005

Finasti kertastjakkinn i husinu. A finasta duknum. Kertastjakinn er ur trolladeigi, og kom Skarphedinn med heim ur leikskolanum i vikunni - med malningu a hondunum, og glimmer i munnvikunum.... :-) Sjalfur buinn ad klipa i hann og mala. Dukinn prjonadi Halldora Palina ommusystir og nafna min (minus Palina!) og gaf mer i skirnargjof. Rosa flottur.

Thursday, December 22, 2005

Við fórum til Köben um síðustu helgi i tilefni 60 ára afmaeli Ellenar, mömmu Freys, en hun bauð þar til glæsilegrar veislu. Her eru thau mæðgin og feðgar i andyri hotelsins, uppstrílud - Skarpi i lakkskóm og allt - a leið til veislunnar.
Hér eru fleiri myndir frá Köbenferðinni okkar.

Afmaelisveislan var haldin a gomlum herragardi; Schaeffergarden, nordur af Kaupmannahofn, thar sem bodid var uppa marg-retta jolahladbord, rosalega glaesilegt og gott.
Hér er myndaalbúm afmælisveislunnar.
Monday, December 12, 2005

Elena kom i heimsokn til okkar um helgina, og thad var margt brallad. Vid forum i baeinn, a rokktonleika, ut ad borda, a kaffihus, i verslunarferdir (nema hvad!!) og svo framvegis.... :-) Skarphedinn var reyndar i ferlegu ostudi alla helgina, var eiginlega alveg snarsnaeldu tjulladur !! Elena fekk semsagt agaetis skammt af getnadarvorn i thessari heimsokn.....

Monday, December 05, 2005
Jólasveinaprjón

Jæja, þá er búið að prjóna smá fyrir jólin...
Sumir baka og svoleiðis, en ég.... semsagt prjóna held ég frekar. Kaupi bara Annas pepparkakor útí búð, mmmm, jättegott.
Jólasveininn lengst til vinstri fékk ég gefins þegar ég var ca. 11 ára, frá stelpu sem bjó hjá okkur á Blikastöðum í eitt ár og var að vinna í hænsnabúinu hans pabba. Sú hét Hanne Höjgård, og var ca. 19 ára (kellíng semsagt). Mér fannst hann hrikalega flottur og prjónaði 2 alveg eins og sendi Össa bróður og Árný sitthvorn þar sem þau voru í Englandi í námi, og þá voru þeir víst (nánast?) eina jólaskrautið hjá þeim. Nema hvað mínir voru ekki úr svona "hallærislegu" ullargarni og í sauðalitum, ónei, þeir voru sko í fallega bláum (örugglega 100% akrýl) brókum og eldrauðum peysum... :-)
En núna vil ég ekki neitt nema 100% ull (eða 100% ekta allavega, bómull, eða alpaca o.s.frv.), og þjóðlegast og sauðarlegast er langflottast......
Ég hélt alltaf rosa mikið uppá þennan prjónaða sveinka, sem nú er orðinn 26 ára gamall. Einhvern tímann lenti hausinn á honum í kattargini einvers af köttunum í mínu lífi, minnir að það hafi verið Mjása frekar en Gústi (guli), þannig að hann er með nýjan haus núna, sem var keyptur tilbúinn í föndurparadísinni Panduro. Og nú er hann semsagt búinn að fá félagskap af yngri og sprækari sveinum, og andlitin á þeim eru eins og upprunalega fésið á jólasveininum hennar Hönnu var, málað eftir minni.
Þeir hafa líklegast allir fengið brækurnar sínar í sömu búð....? :-)
Sunday, December 04, 2005
Hrefna og Per eins árs!

Hrefna og Per eiga eins árs afmæli í dag!
Eru semsagt búin að vera saman í 1 ár, frá 4. des. 2004. Og eru bara alltaf jafn-happí, þessar elskur... Enda er hann Per hinn vænsti piltur, og Hrefna náttúrulega ekki af lakari endanum, kvenkostur hinn mesti (einsomamma sín) .....
Hér eru myndir af turtildúfunum frá síðasta ári, í tilefni þessara "tímamóta" :-) .