Monday, December 05, 2005

Jólasveinaprjón



Jæja, þá er búið að prjóna smá fyrir jólin...
Sumir baka og svoleiðis, en ég.... semsagt prjóna held ég frekar. Kaupi bara Annas pepparkakor útí búð, mmmm, jättegott.

Jólasveininn lengst til vinstri fékk ég gefins þegar ég var ca. 11 ára, frá stelpu sem bjó hjá okkur á Blikastöðum í eitt ár og var að vinna í hænsnabúinu hans pabba. Sú hét Hanne Höjgård, og var ca. 19 ára (kellíng semsagt). Mér fannst hann hrikalega flottur og prjónaði 2 alveg eins og sendi Össa bróður og Árný sitthvorn þar sem þau voru í Englandi í námi, og þá voru þeir víst (nánast?) eina jólaskrautið hjá þeim. Nema hvað mínir voru ekki úr svona "hallærislegu" ullargarni og í sauðalitum, ónei, þeir voru sko í fallega bláum (örugglega 100% akrýl) brókum og eldrauðum peysum... :-)

En núna vil ég ekki neitt nema 100% ull (eða 100% ekta allavega, bómull, eða alpaca o.s.frv.), og þjóðlegast og sauðarlegast er langflottast......

Ég hélt alltaf rosa mikið uppá þennan prjónaða sveinka, sem nú er orðinn 26 ára gamall. Einhvern tímann lenti hausinn á honum í kattargini einvers af köttunum í mínu lífi, minnir að það hafi verið Mjása frekar en Gústi (guli), þannig að hann er með nýjan haus núna, sem var keyptur tilbúinn í föndurparadísinni Panduro. Og nú er hann semsagt búinn að fá félagskap af yngri og sprækari sveinum, og andlitin á þeim eru eins og upprunalega fésið á jólasveininum hennar Hönnu var, málað eftir minni.

Þeir hafa líklegast allir fengið brækurnar sínar í sömu búð....? :-)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er svo krúttulegt hjá þér! Vonandi hef ég tíma um helgina til að skreyta smá...
Erla

11:42 am  

Post a Comment

<< Home