Thursday, November 04, 2004


Jamm, þá erum við Skarphéðinn komin aftur heim eftir húsmæðraorlof á Íslandi, þar sem við vorum að sýna okkur og sjá aðra alla daga. Það var ofsalega gaman hjá okkur!
Við eyddum miklum tíma með Erlu og Veru litlu frænku sem er jafngömul og Skarphéðinn (bara 2 vikum yngri!) og sést hér á myndinni með Skarpa. T.d. á kaffihúsum, á rölti á Laugaveginum, í sundi, við tjörnina, í föndurbúðum, við ullarþæfingu, í bíltúrum, við matarát o.fl. o.fl. - fyrir utan allar brjóstagjafirnar og bleyjuskiptingarnar og það allt....! Svo vorum við nú líka bara mikið í afslappelsi á Kleppsveginum hjá mömmu/ömmu Völu.
Rosa gaman. Hér eru myndir frá Íslandsferðinni fyrir þá sem vilja skoða. Það var nú soldið erfitt að velja nokkrar myndir af þeim 250 sem ég tók !!! Já, ég veit ekki hvort þessar stafrænu myndavélar séu blessun eða bölvun....
Posted by Hello

2 Comments:

Blogger Erla said...

Þau eru alveg hrikalega sæt! Oh, hvað við söknum ykkar...

5:09 pm  
Blogger Halldóra said...

Miss jú tú! We´ll be back... :-)

10:49 am  

Post a Comment

<< Home