Helen hundraðvolta frá Kanada
Helen vinkona kom í heimsókn til að kíkja á hann Skarphéðinn. Helen er sænsk en býr í Kanada og kemur hingað til Sverige á hverju sumri. Við kynntumst fyrir löngu síðan þegar við vorum báðar að vinna á Líffræðistofnun háskólans á Íslandi - hún hefur nefnilega líka búið á Íslandi, talar íslensku reiprennandi, er alltaf eldhress og alltaf til í að gera eitthvað !! Ég er alltaf að suða í henni að flytja til baka til Svíþjóðar svo við getum verið að bralla eitthvað saman. Það kemur að því að það gerist (bara vonandi ekki eftir að ég flyt til Íslands - ef- og hvenær sem það svo sem verður).
Við fengum okkur kaffi og "amerísk" bláberjamuffins - sem voru reyndar með jarðarberjum því ég átti ekki bláber :-). (Það eina sem gerir þessi muffins amerísk held ég er stærðin: XL muffinsform og Mikið af lyftidufti svo þau búnga hátt uppúr forminu....).
0 Comments:
Post a Comment
<< Home