Við fengum annars smá heimsókn í gærkvöldi. Það var hann Halldór, sem er hingað kominn til að gera tilraunir næstu 2 vikurnar með kræklinga úti á Askö. Það er óvenjulegt að einhver "droppi inn" svona í kvöldkaffi hérna hjá okkur í Vallentuna - en mjög svo ánægjulegt.
Hann sagði okkur m.a. frá viku tjaldferðalagi um Vestfirðina sem hann er nýkominn úr. Frá teistunni sem er fastagestur í þaravaxinni sundlaug einhvers staðar á ströndunum... Og frá yrðlingnum sem elti þau á Reykhólum :-) !!
Ohhh.... ég fékk nú smá fiðring í magann, væri alveg til í að fara í smá bíltúr um Vestifirðina, enda eru þeir magnaðir. Einhvern tíman förum við nú þangað öll familían saman (þegar Hrefna er læknuð af unglingaveikinni og nennir að gera eitthvað með okkur aftur!), þá keyrum við í Dýrafjörðinn, og heimsækjum Keldudalinn hans pabba/afa Skarphéðins þar sem hann ólst upp. Hann sagði alltaf mjög stoltur frá því að hann væri Dýrfirðingur, og Dýrafjörðurinn togaði alla tíð mjög sterkt í hann. Síðustu árin fór hann nær árlega til Dýrafjarðar og í Keldudalinn. Við Hrefna eigum mjög skemmtilegar myndir frá ferðalagi þangað sem við fórum með honum, Össuri og Birtu fyrir nokkrum árum síðan. Myndirnar skoða ég oft því þær ylja mér um hjartaræturnar.... Þær sýna Dýrafjörðinn skarta sínu fegursta í góðu veðri, og hvernig pabbi vappar glaður um og og sýnir okkur afkomendunum stoltur dýrðina í litla dalnum sem nú er kominn í eyði.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home