Tuesday, August 03, 2004

Jólin á hverjum degi



Síðan sá litli kom í heiminn hefur heillaóskum og gjöfum til hans "rignt" í póstkassann okkar frá vinum og vandamönnum heima á Íslandi (jólin á hverjum degi). Yndislegt að finna svona hlýju og velvild frá öllum. Hann fékk t.d. þetta prjónaða teppi frá "ömmu" Mörtu, rosalega fallegt, mjúkt og hlýtt. Við þurfum bara að skýra það út seinna að "hún er sko eiginlega aðallega (föður)amma hennar Hrefnu.... :-) ".

Skóna vorum við að fá senda í pósti frá Fríðu frænku (móðursystur sinni) í sveitinni, sem gerði þá úr þæfðir ull - ofsa flottir. Hún sendi með fallegt kort, sem hljómar svona:

"Elsku hjartans frábæra systir mín. Ég óska þér til hamingju með litla soninn þinn og Freyr jú þið eigið allt lífið framundan með honum og svo veit ég það að Hrefna Björk er mjög góð systir og ég er viss um að ykkar framtíð er mjög björt og falleg. Ég er yfirleitt að hugsa til ykkar og svo er júlímánuður hér á Íslandi og það er mjög fínt. Ég er yfirleitt í mjög góðu jafnvægi og mér finnst sonur ykkar bestur og gangi ykkur allt vel,
Jófríður S."

Ferlega krúttlegt, maður fær smá "sting" í hjartað....

Posted by Hello

1 Comments:

Blogger Erla said...

Æðislegir þessir þæfðu skór hjá henni Fíu! Og krúttlegt bréf, úff :)

12:56 pm  

Post a Comment

<< Home