Veturinn kom í dag hér í Stokkhólmi, allt í einu, bara si svona. 20 - 30 cm jafnfallinn snjór úti núna. Eins gott að barnavagninn er á torfærudekkjum! Best að fara og kaupa sleða handa Skarphéðni...
Við Skarphéðinn fórum annars í labbitúr í gær með nýja mömmuhópnum okkar. Eins gott að það var í gær og ekki í dag - hefðum nú ekki labbað svo svakalega langt í þessum snjó... Þetta eru 8 - 10 mömmur sem eiga allar börn á aldrinum 4 - 6 mánaða og búa hér í hverfinu. Já, það er víst mikil frjósemi í þessu hverfi, mikið af ungu fólki á barneignaraldri að flytja í öll þessi hús sem er verið að byggja hér. Við löbbuðum mjög skemmtilega leið, í gegnum hverfi og skóg niðrað vatninu Vallentuna sjön. Og fengum svo kaffi og kökur heima hjá einni á eftir, og töluðum um grísina okkar og bleyjur og barnadótarí og hvað maður getur verið eitthvað rosa úti að aka þessa dagana (brjóstaþokan!), um hárlos útaf brjóstagjöfinni ( þær eru að spá í að prófa skallameðalið Regain - ha ha!) o.s.frv. o.s.frv. Mjög gaman. Þessi hópur hittist fyrir utan búðina 1x í viku, fara í göngutúr og svo kaffi heima hjá einhverri. Það er heilsuverndarstöðin sem kemur þessum hópum á og skipuleggur e.k. fræðslufundi með þeim 1 x í mánuði (síðast var t.d. næringarfræðingur), en síðan er undir mömmunum sjálfum komið hvort þær haldi áfram að hittast sjálfar reglulega. Svo hitti ég sumar þeirra líka stundum á babycafé-inu sem er á mánudögum í kirkjunni, opið fyrir alla 0 - 12 mánaða. Þar er sungið saman og svo bara drukkið kaffi og spjallað. Það finnst Skarphéðni vera rosa fjör, augun verða stór eins og undirskálar og hann er svo upptekinn af því að horfa á krakkana og fylgjast með að hann vill ekki sjá mömmu sína!!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home