Farsdag (pabbadagurinn) var í gær sunnudag, og Skarphéðinn og Hrefna vildu gefa Frey eitthvað spes í tilefni dagsins, eitthvað svenskt.... Fyrir valinu varð "Sverigelottenkalsongerna". Sem eru naríur í fánalitunum og 4 skafmiðar (naríurnar fylgja sko með ef maður kaupir 4 miða)!!!! hi hi hi.... Um að gera að fá sér smjörþef af hinni miklu spilasýki sem tröllríður öllu hér í formi skafmiða og lottóa og spila og kapp/veðreiða og þess háttar. Og Freyr varð líka bara frekar glaður þegar hann skóf fram 100 Skr. vinning á einum miðanum !
Ekki var verra að nærbrækurnar getur Skarphéðinn notað sem ágætis ábreiðu yfir sig á köldum dögum (sjá mynd). Nú eða svo mætti jafnvel nota þær sem dúk á borðstofuborðið þegar mikið liggur við sýnist mér....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home