Friday, November 26, 2004

Perlubúðin


Við fórum meðal annars í búð sem selur bara perlur: Pärlshopen, og versluðum smá fyrir næsta prjónaverkefni :-) Skarpi var með svo mikla stæla eitthvað á meðan við vorum að kíkja á varninginn að ég þurfti að biðja Örju um að standa í röðinni og borga fyrir mig á meðan ég hossaði dýrinu!!! (svo sofnaði hann um leið og tókst að plata hann í hossandi lárétta stöðu í vagninum). En já, það var röð til að borga í þessari búð! Ótrúlegt en satt, sérstaklega af því mér sýndist konseptið þarna bara vera: Kaupa venjulegar perlur, sturta þeim í flottar glerkrukkur og selja svíndýrt. Enda var þetta í snobb-bæjarhlutanum Östermalm, sama konsept og í flestum búðum þar.
Posted by Hello

1 Comments:

Blogger Erla said...

Vá, þvílíkt girnileg búð maður...!

12:17 pm  

Post a Comment

<< Home