Sniglatyppi og Arja
Við Skarphéðinn fórum í heimsókn í dag til Örju Íslandsvinar og Aino Linneu dóttur hennar sem búa í Haninge suður af Stokkhólmi. Þarna erum við að fara að sækja Aino Linneu í skólann, en hún er í finnskum skóla, enda 50% finnsk - þar sem Arja er 100% finnsk.
Við Arja kynntumst þegar við vorum báðar að vinna á Líffræðistofnun Háskóla Íslands fyrir ansi mörgum árum, hún í þanginu sínu, en ég í sniglatyppaskoðun (jamm, those were the days!). Það var rannsókn sem snerist um að rannsaka útbreiðslu ákveðins mengunarefnis sem truflar hormónastarfsemi í lífverum (endocrine disruptor). Í þessu tilfelli var nákuðungur notaður sem mælikvarði á ástandið - og skreið ég um margar fjörurnar á landinu við að safna kvikindunum og rannsaka....! Kven-nákuðungar sem verða fyrir áhrifum af þessu efni (TBT, sem er notað í botnmálningu á skip) brjóta illa/ekki niður karlkynshormónið testósterón og mynda því karlkynfæri = los sniglapenisos. Já, (kk.) sniglar eru með typpi ! (algengasta spurningin sem ég fæ um þetta), stór meiraðsegja. Þurfa að ná yfir í næsta kuðung :-) Og nei, þessi sniglar voru ekki meðlimir í bifhjólasamtökum Íslands (næstalgengasta spurningin) ....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home