Gaman...
Í dag fór mamman með öll börnin sín í utflykt - rosalega gaman :-). Fyrst fórum við í laaangan lunch í Mumma, kaffihúsinu í Roslags Näsby sem hún Angelica, vinkona Lóu á og rekur (og þar sem við Lóa og Begga lunchum 1x í viku). Það er sko mömmuvænt kaffihús! Fyrir minnstu börnin; Gluggar hálfan hringinn svo mömmurnar geti fylgst með gríslingunum í vagninum fyrir utan. Fyrir stærri börn: Leikherbergi fullt af dóti!!! OG sjónvarp með barnatíma í - ef mömmurnar leyfa (komnar á trúnó yfir lattenu, leikherbergið hætt að virka og vantar meiri tíma.... :-)) OG barnamatseðill t.d. með barnauppáhaldinu kjötbollum eða pönnukökum á 35kall. Og fyrir allra stærstu börnin: mums- mums matseðill - og öskubakki útá torgi.
Síðan fórum við á Mulle meck leikvöllinn, sem er bara róló - en með ferlega flottum leiktækjum úr Mulle meck bókunum (ókeypis inn!). Mulle er sko kall sem er alltaf að smíða alls konar; bíla og báta og geimför og hús, svo sniðugur...
Skarphéðni fannst svooo gaman.... bæði á Mumma og á Mulle meck-vellinum. Og við Hrefna áttum góðan tíma líka. Unnur Sóldís var einnig bara sátt, fékk sér sjúss hjá mömmu og lúr í vagninum til skiptis :-).
Ég var búin að sjá fyrir mér að ég myndi sko hitta Hrefnu oft í hádegismat í fæðingarorlofinu - en þetta var í fyrsta skiptið...
Enda er hún að vinna flesta daga, þessi elska. Er að vinna hjá ráðningarfyrirtækinu Q-work, sem mannar Åhléns verslunarkeðjuna, þannig að hún er að vinna í mismunandi Åhléns búðum hér í borg, við að afgreiða föt- snyrti- eða húsbúnaðarvörur o.þ.h. Er alltaf með dollaramerki í augunum nuförtiden, að reikna út hvað hún er búin að græða þessa vikuna... :-)
Þessi elska.
4 Comments:
vá! virkar þvílíkt girnilegur staður... fyrir mömmur og börn.
Og gott hjá Hrefnu! - þótt hún mætti nú ábyggilega hitta mömmu sína oftar ;)
E
Já þessi leikvöllur er mergjaður.. Hilmir biður um að fá að fara á hann svona cirka 5x í viku.
Sakna Mumma stórkostlega mikið og er farin að dreyma um kjúllasalatið með mangórajitunni... soooooooon....
mangorajita? uppskrift takk, og það strax.
E
Mangorajita að hætti kaffihússins Mumma: Sýrður rjómi, mango chutney, smá majónes, og smá karrí.
Nammi gott með góðu sallati!
Hef fengið svipaða dressingu hjá þér Erla, líka mjög nammi góð.... :-) !!!
Post a Comment
<< Home