Wednesday, December 01, 2004


Mammaträff - labbitúr og kaffi. Við í mömmuhópnum mínum hittumst á miðvikudögum og förum í labbitúr og svo kaffi (fika) heima hjá einhverri. Í dag vorum við 7 sem mættum, röltum í klukkutíma í frekar seinyfirförnum snjó, og fengum svo kaffi og meððí heima hjá Jenny hérna útá Svampskogsväg (Sveppaskógsvegi). Gríslingarnir eru allir á svipuðum aldri - í kringum 5 mánaða, og hafa mjög gaman af því að stúdera hvert annað og reyna að rífa dót af hvert öðru o.s.frv..... Frá vinstri: Hilda, Julia, Elias, Nea, Tilde, Skarphéðinn, og Alma.
Posted by Hello

0 Comments:

Post a Comment

<< Home