Arja og Aino Linnea
Arja og Aino Linnea komu í heimsókn til okkar í dag, með blóm og fullt af fötum handa Skarphéðni. Hér eru þær í röndóttu Marimekko bolunum sínum (Finnish design!), Skarpi er nú bara í H&M röndóttum brókum...
Arja benti mér á sniðuga ferðaskrifstofu sem kunningjakona hennar rekur: Gränslolösa resor, eða Ferðir án landamæra. Þar er m.a. boðið uppá kvennaferðir (bara fyrir konur!), þar sem gefinn er kostur á að kynnast menningu viðkomandi landa í gegnum konur á svæðinu, stundum með því að búa heima hjá þeim eða með því að ferðast með þeim - öðruvísi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home