Sunday, August 15, 2004

Kräftskiva !


Við fórum í íslendinga-kräftskivu til Stínu og Hjölla í dag - sem var mjög gaman. Alltaf stemmning að sitja úti og kroppa í kräfturnar, og gaman að hitta vini okkar, sem gerist nú æ sjaldnar (kennum Skarpa um það). Þetta höfum við gert á hverju ári síðan við fluttum til Sverige - fyrir utan árið sem Stína og Hjölli fluttu til Íslands, þá hafði enginn rænu á að hafa kräftskivu..... Þetta var semsagt okkar 5. kräftskiva saman, en það eru 6 ár síðan við fluttum til Sverige (vá! time flies). Ýmislegt hefur breyst á þessum tíma, allir (o.k. margir) t.d. komnir með smábörn á arminn.... :-)

Kräftskiva er eins konar krabbaveisla, þar sem vatnakrabbar og ýmis konar meðlæti er snætt utanhúss. Þetta gera Svíarnir alltaf í ágúst, því þá eru þessi vatnakrabbadýr veidd. Núorðið er skortur á sænskum kräftum, þannig að meirihluti þeirra kräfta sem eru seldar eru innfluttar frá Asíu. Ástæðan fyrir því að þetta er snætt utanhúss er sú að þetta er ansi subbuleg iðja, safinn úr kräftunum spýtist útum allt þegar maður kroppar kjötið úr þeim...

Hér eru fleiri myndir frá kräftskivunni.

Posted by Hello

0 Comments:

Post a Comment

<< Home