Wednesday, October 22, 2008

Ammæli

Freyr átti afmæli í gær. Svo það var eldaður góður matur og prinsessuterta í eftirrétt - og afmælissöngurinn tekinn á íslensku sænsku og ensku og allur pakkinn.
Skarphéðinn var í essinu sínu. Söng manna hæst, stjórnaði pakkaopnuninni, át mesta köku - og fékk marsipanið af henni frá bæði Hrefnu og Per...
Tók reyndadr smá fýlukast yfir því að hann fengi engan pakka...
og sagði svo sannfærandi í morgun: "Það er komið sumar í dag", af því það var sko skýrt út fyrir honum að hann ætti afmæli næsta sumar.





3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með Freysa gamla. Hvað var svona rosalega girnó í matinn? - líst svaka vel á þetta!

10:32 am  
Blogger Halldóra said...

Það var Kragstagúllas í matinn. Uppskriftin er svona: ferð útí búð hér heima (Ica í Kragsta) og biður um 800g af "Kragstagúllasi". Kippir með matlagnings-rjóma. Ferð heim, plokkar allt chillí-ið úr kássunni (alltof sterkt!), steikir, og blandar svo rjóma+mjólk útí.
Og kannski smá þunnum gulrótarsneiðum, paprikubitum eða púrrulauk eða því sem er til.

Voila!

11:54 am  
Anonymous Anonymous said...

Kysstu kallinn frá okkur :) Það hefði átt að vera íslenskt lambakjöt kryddað með Bezt á lambið! En það fæst víst ekki í ICA......

Hjödda og co

1:17 pm  

Post a Comment

<< Home