Tuesday, October 28, 2008

Unnur Freysson

Já, Unnur er ekki Freysdóttir heldur Freysson (við eigum enn í "viðræðum" við Skatteverket útaf þessu. Ekki hægt að fá passa eða panta farmiða eða neitt fyrir dömuna fyrr en þetta kemst á hreint!).

Og svo er hún líka á fullu í fyrirsætustörfunum eins og nafna hennar Steinsson :-). Sjáiði bara þetta fína fréttabréf frá henni Lóu í Ecoloco, aðal fyrirsætuna er að finna undir "Natti natt".

Og nú er hægt að panta og fá þessi frábæru ekológísku barnaföt líka til Íslands. Það er því miður ótæpilegt magn af alls konar óheppilegum efnum notað við framleiðslu á barnafötum (og öðrum fötum) - en ekki ekológísku fötunum hennar Lóu :-), þar geturðu verið viss um að þú fáir bara væn efni til að hafa á snúllunni þinni. Og tekur þátt í að minna af eiturefnum sé notað og dreift í umhverfið.

check it out!

1 Comments:

Blogger ecoloco said...

Halldóra! Þú ættir að vinna við markaðssetningu. Annars þarftu sennilega ekkert að vinna fyrir þér í framtíðinni...lætur Unni Sóldísi bara moka inn fyrirsætumilljónum fyrir familíuna!!! Hún er nú þvílíkt bjútíbarn.

knús
Lóa

11:59 am  

Post a Comment

<< Home