Thursday, October 30, 2008

Allraheilagramessa nálgast

Já, allraheilagramessa nálgast, en þá er hinna framliðnu minnst, farið með kerti eða blóm í kirkjugarðinn til dæmis. Og Skarphéðinn er að sjálfsögðu búinn að fá sér viðeigandi klæðnað í tilefni af því - sem óspart er mátaður: " Mamma, má ég fara í beinagrindina þegar við komum heim.....?"

Og svo fara líka ýmsar kynjaverur á stjá á þessum tíma og gera vart við sig. Krakkarnir klæða sig upp sem afturgöngur eða nornir og álíka, ganga á milli húsa og sníkja nammi: Bus eller godis! (Trick or treat). Skarphéðinn á ekki til orð yfir það; krakkarnir bara dingla og fá afhent nammi möglunarlaust....!!!!???
Vá.

Um helgina ætla Skarphéðinn og pabbi svo að fara á spúkíball hjá Íslendingafélaginu - að sjálfsögðu báðir í búning.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Funa finnst þetta geðveikt flott!

Hjödda

2:38 pm  

Post a Comment

<< Home