Friday, February 18, 2005


Handskjól, eða handstúkur - svo manni verði ekki kalt "á milli laga". Ætti t.d. að fylgja með öllum bolum með 3/4 ermum sem seljast á Íslandi. Annað var fyrir Jónu, hitt bara fyrir Moi.

Jæja, þetta var allt í bili úr hannyrðadeildinni.
Fyrir ykkur sem ekki hafið fengið nóg og/ eða eruð áhugafólk um sameindalíffræði (nú eða bara vantar að sleikja upp líffræðikennarann ykkar), þá er hér uppskrift að DNA trefli sem þið getið snarað ykkur í að prjóna..... :-)

Þið sem ekki kunnið að prjóna látið ekki smáatriðin standa í vegi fyrir ykkur og farið á animated hraðnámskeið hér. Og þið sem eruð af veikara kyninu..... ekki fela ykkur á bakvið fordóma um að prjón og hekl séu bara fyrir stelpur, hér eru t.d. strákar sem eru orðnir ríkir á að hekla og markaðsetja húfur ! Á milli þess sem þeir kasta sér fram af snjóhengjum þ.e.a.s. en þeir eru í Extrem-skíðamennsku (hvað svo sem það nákvæmlega er).

Posted by Hello

0 Comments:

Post a Comment

<< Home