Leiðist ykkur elskurnar?
Eru fleiri veikir heima með flensuna og leiðist - eins og okkur Skarphéðni? (Jebb, ég held að ég sé líka komin með elskulegu flensuna). En ég er allavega með rétta linkinn handa ykkur sem leiðist heima - en hafið heilsu til að surfa á netinu, og klæjar í föndurputtana. En það er þessi skemmtilegi Papertoy linkur.
Það þarf bara helst að prenta þetta út í almennilegum litaprentara. Og af einhverjum óútskýranlegum en hundleiðinlegum ástæðum vantar ALLTAF einhverja fjandans liti í prentarann okkar hérna heima svo myndirnar verða skrítnar (svona djö prentara á að banna, eða kveikja í).
En þá er bara að senda fælinn til Frey og biðja hann að prenta út herlegheitin í litaprentaranum í vinnunni hjá sér, og bíða svo þolinmóður með skærin í hendinni eftir að hann komi heim: "Verðuru nokkuð lengi í dag?, nei nei þú þarft ekkert að koma við í búðinni, komdu bara beint heim". Ef maður er semsagt heimavinnandi einsog ég og hefur ekki sjálfur neina aðstöðu til að misnota (einsog semsagt að prenta út á kostnað hins opinbera eða annarra).
Eftir að fællinn hefur verið sendur og Freyr beðinn um greiðann þarf maður síðan að vera mjög ákveðinn á þessu atriði: "JÚ, þetta er VÍST fyrir vinnuna Freyr minn. Gerðu bara eins og ég bið þig, já allar 7 skrárnar". Þetta er atriði sem hefur tekið langan tíma í umræðum og sannfæringu, en hann er reyndar farinn að læra að vera ekkert að eyða tíma í þetta, því það hefst ekkert úppúr því.
Æ, þetta er nú mest í gríni allt.... en skemmtilegur linkur samt - og leiðinlegt með þessa lélegu heimaprentara.... :-)
Góða skemmtun - þið ykkar sem leggið í föndrið!
3 Comments:
Þetta er kúl síða!! Maður þarf að leggjast í föndrið. Við vinkonurnar í vinnunni vorum einmitt að stofna föndurgrúppu til að hittast 1 x í mán. til að föndra saman alls konar dót. Mitt fyrst input verður þetta!!
Nú, en ekki ullarþæfing...:-),
Halldóra.
Þær kunna það ... fúlt!
Post a Comment
<< Home