Skarphéðinn 5 mánaða !
Skarphéðinn er fimm mánaða í dag. Vá, tíminn líður hratt (á gervihnattaöld)! Ég trúi því varla að við séum búin að hafa þetta dýr hjá okkur í bráðum 1/2 ár. Þetta er búið að vera frábær tími - enda hann Skarphéðinn svo ljúfur og góður - og yndislegur!! Já, ég er einmitt orðin svona óþolandi mamma held ég, sem finnst barnið sitt vera fallegast og best af öllum (en ég held nú að það sé öllum augljóst að þetta eintak er fullkomið (djók!)).
Hann braggast bara vel, þyngist og þroskast eðlilega, og virðist vera þessi "rólega týpa". Hann er orðinn duglegur að grípa í hluti og dót (ekki lengur hægt að halda á honum við matarborðið án þess að eiga á hættu að gripið verði í diska og glös!), og allt fer beint uppí munn. Mjúk leikföng sem hægt er að naga eru í uppáhaldi, helst þau sem gott er fyrir litlar hendur að grípa í, og helst ef það heyrist eitthvað í þeim (brakandi pappír inní eða hringla). Speglar eru líka í uppáhaldi. Hann er farinn að kunna "Týndur - gjugg!" leikinn, og - er farinn að hlæja dátt !! Það eru frábærustu og krúttlegustu hljóð í heimi! Hrefna stórasystir er búin að fíflast svo mikið í honum að alltaf þegar hann sér henni bregða fyrir brosir hann útað eyrum og bíður eftir sprellinu - vill þá ekki sjá mömmu gömlu. Snýr sig frekar næstum úr hálsliðnum til að missa nú örugglega ekki af neinu sprelli frá Hrefnu...:-)
Hann sefur úti í vagni (svo lengi sem frostið fer ekki upp fyrir 10 stig) yfirleitt tvisvar á dag í 1-2 tíma í senn, fær sér aftur smá lúr (1/2tíma max) um kl. 17-18-19, og fer að sofa fyrir nóttina e-ð um kl. 21. Fær að drekka um miðnætti, aftur um kl. 6, og vaknar svo oftast um 8 - 9.
Honum finnst gaman að vera í vagninum (sofnar reyndar oftast fljótlega þar), og vill nú ekki lengur bara liggja eins og einhver smákrakki, heldur sitja og sjá út. Svo er rosa fjör að fara á mannamót, og sérstaklega gaman ef það er verið að syngja - og líka mjög skemmtilegt að fylgjast með öðrum krökkum.
Og er að öðru leyti bara algjör draumur í dós :-)
2 Comments:
Já, hann er sko algjör draumur í dós - fleiri svona Halldórubörn takk!
.. "fleiri svona Halldórubörn!"
Vil bara benda á ad drengurinn er ekki eingetinn og vil eg thvi fa hluta heidursins! /Freyr
Post a Comment
<< Home