Wednesday, February 04, 2009

Á skíðum í Sälen

Hér koma nokkrar myndir af okkur úr fjöllunum (Sälen).

Þetta var voða ljúft. Að vera úti við á daginn að renna sér á skíðum eða rölta með barnavagninn í fallegu vetrarumhverfi, og svo inni í hlýjunni á kvöldin hafandi það kósí - í sauna .... eða við arininn, eða við imbann. Fórum oft á veitingastað að borða á kvöldin með þeim Guðjóni, Sóley og börnum, einu sinni í bowling, og svo var líka after-ski fyrir krakkana. Mikið fjör.

Skarphéðinn var í skíðaskóla í 5 daga, og var fyrir rest orðinn nokkuð flínkur að renna sér. Mest ánægður var hann þó með Diplom sem hann fékk að skíðaskólanum loknum, og límmiða, til að setja á skíðahjálminn sinn..... :-)









2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mikið eruð þið hjónaleysin sæt á þessari mynd :)

Hjödda

10:42 pm  
Anonymous Anonymous said...

voðalega virkar þetta kósí og æðislegt. Fffullt af snjó og gaman :) Ehemm, já takk, ég kem með næst!
E

12:23 am  

Post a Comment

<< Home