Jæja fyrst ég er byrjuð á handavinnuumræðu koma hér nokkrar myndir af meistaraverkum síðustu vikna/ mánaða... :-) Hér eru diskóbleiku vettlingarnir sem ég prjónaði handa Erlu frænku. Inspireraðir af hinum svensku Lovikka vettlingum frá Norrlandi/ Lapplandi, nema hvað þessir eru með "diskó"perlum neðst og kreisí dúsk.
Já, ég er greinilega alveg búin að tapa mér í prjónadellunni....
1 Comments:
Vá, maður fær nú bara minnimáttarkend yfir þessari svaka framleiðslu. Og svo ertu að segja að þú sért ekki effektív í orlofinu. Kjaftæði elsku frænka!
Post a Comment
<< Home