Monday, February 21, 2005


Þessi gulnaði miði var inní pallíettuveskinu, með rithönd pabba sem ég myndi þekkja hvar sem er, hefur ekkert breyst á 50 árum. Á honum stendur skrifað með blekpenna:

"Jólin 1956. Elsku mamma mín! Mig langar til þess að gleðja þig ofurlítið með þessu og biðja þig að fyrirgefa mér óþægðina.
Gleðileg jól!
Þinn Össi.

Sætt!!!
Gatið á miðanum hefur verið til að hengja hann á festinguna á veskinu.

1 Comments:

Blogger Erla said...

Þvílíkt sætt!

1:17 pm  

Post a Comment

<< Home