Monday, February 21, 2005

Dagur í lífi diskópíku.


Jepp, á laugardaginn tók hún Halldóra þessa svaka djamm og diskósveiflu með nokkrum fleiri hressum íslenskum píum (sem eru líka miklar diskópíkur kom í ljós) hér í borg - og er ennþá að jafna sig (!)Yfirskrift kvöldsins var "pallíettur og gloss", og pallíettur og gloss it was my friends....

Ég var mjög glöð að finna þetta pallíettuveski inní skáp hjá mér þar sem ég var að róta og grafa eftir einhverju með pallíettum til að uppfylla skilyrði kvöldsins. Glossið afturá móti var ekkert vandamál - með 16 ára kvenkyns unglíng á heimilinu þið skiljið - hefði getað tekið með mér svona 20 gloss - en valdi þessi: "Babydoll pink" og "Glam shine"..... :-)

Og þetta pallíettuveski var sko mjög ánægt með að fá að fara með útá lífið, því það hafði fengið að liggja inn í skáp áratugum saman. Mamma gaf mér það nýlega með þessum orðum: "Hvernig finnst þér þetta? Æ, taktu það með þér, ég hef ekkert að gera með þetta!!" En þetta er "ballveski" sem pabbi (Skarphéðinn) lét Össur bróður minn gefa mömmu í jólagjöf, jólin 1956. Þannig að það man sko tímana tvenna ! Ég man t.d. eftir mynd af mömmu í rosa síðkjól með þetta veski í hendinni. Væri nú gaman ef það gæti talað.

Og það flaug í gegnum hugann á mér á einum gaybarnum sem við höfðum viðkomu á þarna á þessum síðkvöldsrúnti okkar, þar sem veskið stóð á barborðinu með skrautlegt lið á alla kanta - skyldi því ekki vera misboðið !!!?? Að vera dröslað útúr skáp eftir áratuga legu - til að flengjast á milli mis-skraut/ og subbulegra diskóbara þar sem t.d. fólk syngur hástöfum með diskó - og JÚRÓVISJÓNlögunum - og kann alla textana!!! Ekki margir síðkjólar þar (jú reyndar á nokkrum "drottningum").

En bara svona by the way - fyrir ykkur af diskókynslóðinni, þá eru bestu diskóbarirnir - og staðirnir auðvitað gaystaðirnir - því það eru sko diskólovers par exellans. En hótelbarinn á Rival, sem Benny úr Abba á og rekur - stendur samt uppúr sem THE diskópleis ever, það var eins og maður væri kominn aftur í tímann, bara spiluð diskólög, og boy-o-boy hvað við hristum á okkur skankana þar inni.
gaman gaman....

Posted by Hello

1 Comments:

Blogger Erla said...

Geeeeggjað veski! OG fyndin frásögn píkan þín... djóóók!

1:29 pm  

Post a Comment

<< Home