Thursday, December 23, 2004


Ketkrókur kom í dag. Alla leið ofan af Íslandi, og hafði vænt læri meðferðis. Hann mun nú standa við hlið bróður síns Kertasníkis (sem kom til okkar í fyrra), og hjálpa til við að skapa jólastemmningu á heimilinu. Þeir bræður eru nú ekki háir í loftinu, eða bara um 10 cm langir, en setja samt heilmikinn jólasvip á eldhúshilluna mína þar sem þeir standa sperrtir. Það er hún Hildur Sigurðardóttir handavinnukennari, mamma hennar Stínu vinkonu sem býr þessa kalla til. Er prjónandi jólasveinahúfurnar allt árið um kring, og situr svo upptekin á "jólasveinaverkstæðinu" sínu frá hausti til jóla við að anna jólasveinapöntunum svo fólk geti átt gleðileg jólasveinajól :-) Posted by Hello

1 Comments:

Blogger Erla said...

Hahahaha... það er eins og þessir jóla(álfar)sveinar séu stórir og á fleygiferð í garðinum þínum... sætir!

10:15 pm  

Post a Comment

<< Home