Thursday, May 11, 2006


Jæja þá erum við komin aftur til Svíþjóðar eftir stutta en skemmtilega Íslandsferð. Hápunktur ferðarinnar var brúðkaup þeirra Erlu og Vigga, sem var þvílíkt skemmtilegt, hátíðlegt, fallegt, og vel heppnað í alla staði. Og þvílíkt stuð!!! Erla hin ófeimna söng til síns heittelskaða - fyrst í kirkjunni (gat ekki beðið þangað til í veislunni :-) ) og svo í veislunni. Í fyrra skiptið var það þvílíkt tilfinningaþrungið að víða vættust hvarmar... og í seinna skiptið var það svaka stuðstemmning a la Silvía Nótt (!) Svo var bara svo gaman í veislunni! Skemmtilegir veislustjórar, alls konar skemmtiatriði, skemmtilegar ræður, og svo svaka partýstemming í lokin. Alveg meiriháttar. Erla skrifar meira um þetta á blogginu sínu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home