Jæja þá erum við komin aftur til Svíþjóðar eftir stutta en skemmtilega Íslandsferð. Hápunktur ferðarinnar var brúðkaup þeirra Erlu og Vigga, sem var þvílíkt skemmtilegt, hátíðlegt, fallegt, og vel heppnað í alla staði. Og þvílíkt stuð!!! Erla hin ófeimna söng til síns heittelskaða - fyrst í kirkjunni (gat ekki beðið þangað til í veislunni :-) ) og svo í veislunni. Í fyrra skiptið var það þvílíkt tilfinningaþrungið að víða vættust hvarmar... og í seinna skiptið var það svaka stuðstemmning a la Silvía Nótt (!) Svo var bara svo gaman í veislunni! Skemmtilegir veislustjórar, alls konar skemmtiatriði, skemmtilegar ræður, og svo svaka partýstemming í lokin. Alveg meiriháttar. Erla skrifar meira um þetta á blogginu sínu.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home